Um okkur

VOGAR FERÐAÞJÓNUSTA

Vogar ferðaþjónusta er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem þú finnur eigendurna vera að baka pizzur, að þrífa herbergi að byggja viðbyggingar og vegi. Fyrirtækið var stofnað árið 1992 og tekið á móti gestum síðan þá. Í dag rekum við gistiheimili, tjaldsvæði og pizzastað. 

Daddi´s Pizza opnaði árið 2009. Við leggjum upp úr því að búa til bragðgóðar pizzur úr góðu og fersku hráefni. Við notum það sem framleitt er í nágrenninu þegar kostur er á, og annað hráefni veljum við af kostgæfni frá öðrum heimshornum. Hráefnið er meðhöndlað vandlega og af virðingu, en það skilar sér í einstaklega ljúffengum bökum. Pizzurnar er hægt að taka með, borða inni í litla salnum okkar eða úti á palli og njóta einstaks útsýnis yfir fjallahringinn og hraunið. Við bjóðum uppá gos, léttvín og gott úrval af íslenskum bjór. Ekki eru teknar borðapantanir, og því eru allir velkomnir hvenær sem þörfin fyrir pizzu kallar. 
 

HAFÐU SAMBAND

Við hlökkum til að heyra frá þér

+354 464 4399

  • White Facebook Icon

Findu okkur á Facebook